mánudagur, 15. desember 2008

Fiskabúrið mitt - taka eitt.

Jæja. Ég hef enga afsökun lengur, þar sem ég er búin í prófum.
Ég ætla að birta myndir úr fiskabúrinu mínu, og ég ætla að byrja á myndum af aðal krúttinu: Humrinum Vladimir Fuckov.

Hann er mikill prílari og finnst gaman að standa uppi á einhverju háu og sýna sig.

Hann er samt alveg svakalegur bröltari og tekst oft að festa sig í undarlegustu stellingum.

Honum kemur alveg merkilega vel saman við alla fiskana og er hinn mesti ljúflingur. Hann hefur ekki svo við vitum klipið í neinn og leyfir þeim oft að lúlla í kókoshnetunni sinni.
Hann er algjört krútt!

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

fimmtudagur, 6. nóvember 2008

Piparkökuhús

Afhverju eru alltaf gerð piparkökuhús fyrir jólin?
Afhverju ekki súkkulaðibitakökuhús?
Mér finnst þær betri.

mánudagur, 6. október 2008

Kreppuleysi

Nú er nóg komið! Ég er hætt!
Ég segi upp þessari kreppu! Ég tek ekki þátt í þessu lengur.
Ég nenni ekki að leika mér í þessum kreppukassa með hinum frekjudollunum sem gera ekkert annað en að éta sand og skyrpa honum svo í augun á manni.

Þið megið eiga ykkur með ykkar kreppu. Ég sé ekki tilganginn í henni og þessvegna ætla ég bara að sleppa henni.

þriðjudagur, 30. september 2008

Vorið

Andri að stilla myndavélina.

mánudagur, 29. september 2008

Kerfisbakkateikn

Þetta fannst mér jafn fyndið og það er óskiljanlegt:

mánudagur, 22. september 2008

Tveir litlir strákar eru skotnir í mér... annar er blindur og hinn ekkert sér...

þriðjudagur, 16. september 2008

Yfir í prímtölu

Jæja. Nú fer að styttast í þetta.
Þetta sem skellur á, á hverju ári.

Fyrir áhugasama verð ég á Celtic Cross á laugardagkvöldið til að fagna - já eða syrgja, meintum áfanga.
Verið velkomin.

laugardagur, 6. september 2008

Skólinn byrjaður

Stundum líður mér svakalega svona:

miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Stækkandi fjölskylda

Nýjasta viðbótin við fjölskylduna:

föstudagur, 8. ágúst 2008

Jæja.

Tölvan er búin að vera í ruglinu núna undanfarið þannig að ég hef ekkert getað sett neinar myndir inn. Þið vitið hvernig þetta er þegar maður skilur tölvu eftir eftirlitslausa til lengri tíma.
Ungdómurinn í dag... sei sei já.

Núna er ég samt komin með mynd af Herra Bonsai.
Svo koma fleiri myndir úr norðurferðinni fljótlega.


Er hann ekki sætur?!

þriðjudagur, 29. júlí 2008

Silla fór í sveitina













Silla var í sveitinni!
Þessi rauða er merin mín Elding, og folinn er Jarpur. Þau eru yndi.
Fleiri myndir seinna!

laugardagur, 19. júlí 2008

Útlínur

Þetta finnst mér góð mynd:















Heyr heyr!

þriðjudagur, 8. júlí 2008

Bonsai

Ég var að eignast bonsai tré!

Mig hefur alltaf langað í bonsai tré... en þetta er nánar tiltekið Ginseng ficus bonsai tré.
Núna er ég bara að lesa mér til hvernig ég á að halda í því lífinu - sem og hlaða myndavélina svo ég geti tekið mynd og sýnt ykkur.

miðvikudagur, 25. júní 2008

Nick Drake og Ástralía.

Í kvöld var ég á tribute tónleikum til heiðurs Nick Drake.
Ég sá Ástralíu í bjórglasinu mínu.

mánudagur, 23. júní 2008

Ræræræ

Nú hef ég svolítið velt einu fyrir mér.
Það er alkunna að morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins. Það er mun hollara að borða morgunmat heldur en að sleppa því, og það skiptir miklu máli hvað það er sem á heiðurinn að því að vera morgunmatur.
Ég hinsvegar er þannig gerð að ef ég borða eitthvað á morgnanna þegar ég vakna, þá verður mér svakalega illt í maganum. Þetta á þó sérstaklega við ef ég fæ mér morgunkorn með mjólk, jógúrt eða þesslags - þá verður mér hálf óglatt út hálfan daginn, eða til svona 2-4 á daginn.
Ég veit ekki hvað líkami minn er að reyna að segja mér, en ég er nokkuð viss um að það er ekki það að morgunmatur sé mikilvægasta máltíð dagsins.
Stundum sleppur að borða epli, en oft næ ég ekki að klára það ef ég finn að magaverkur er á leiðinni.
Hinsvegar ef ég vakna t.d. um 8 leitið, þá er ég tilbúin að fara að borða um hálf 10 - 10 leitið... er þá gjarnan orðin mjög svöng og þá skiptir engu hvað það er sem ég læt ofan í mig.

Þótt að allir næringarfræðingar segi að maður verði að borða morgunmat - það sé hollast, getur þá verið að það sé kannski ekki jafn hollt fyrir alla? Erum við kannski eitthvað ólík hvað þetta varðar?
Bara smá hugleiðing.
"En hvert er þitt uppáhalds?" spurði ég og átti þá við um fíkniefni.
"E-pillur" var svarið.
"Er það út af því að þótt það sé eins og að vera skorinn í tvennt með ryðguðu loki af niðursuðudós, þá ertu hamingjusöm... og ert handviss um að þú munt vera það alltaf... alltaf..."
Hún leit ekki einu sinni upp.
"Já."

(Úr skáldsögu sem skrifuð var í draumi síðastliðna nótt)

fimmtudagur, 29. maí 2008

Myndaferð

Ég og Andri fórum í Húsdýragarðinn í gær að taka myndir!
Við byrjuðum á hreindýrunum og greyið tarfurinn var með skitu.

Ein simlan var síðan búin að eiga kálf sem var algjört krútt!

Við skoðuðum allan garðinn, en það sem mér fannst eiginlega skemmtilegast að taka myndir af voru fiskarnir. Það er komið e-ð nýtt sjávardýrasafn þarna sem var frekar sniðugt.
Ég tók t.d. mynd af steinbíti:

Skötusel:

..og eunhverskonar sæfífli eða hvað þetta heitir:

Síðan hjá fuglunum og nagdýrunum þá reyndi ein kanínan alltaf að sleppa. Hún náði að hoppa upp úr búrinu sínu en mér tókst snilldarlega að stökkva á eftir henni og ná henni.

Mér fannst þessi minnkur frekar töff á litin:

Og rebbarnir eru alltaf krútt:


Síðan eyddum við restinni af deginum í að endurskipuleggja herbergið mitt sem tókst líka svona frábærlega! Það er miklu meira pláss og allt hreinna einhvernvegin. Ég henti líka fullum svörtum ruslapoka af drasli!

miðvikudagur, 21. maí 2008

Vinnivinn

Í gær var fyrsti dagurinn minn í vinnunni sem stuðningsfulltrúi.
Þetta er bara alls ekki svo slæmt verð ég að segja!
Ég fékk meira að segja knús frá afar þroskaheftum manni og hinn stuðningsfulltrúinn gapti og sagðist aldrei hafa séð þetta áður - þ.e. að hann tæki ástfóstri við einhvern svona sterkt á fyrsta degi. Ég ljómaði alveg upp yfir þessum óvænta en þó afar velkomna ástúðsvotti.

Á sambýlinu sem ég vinn á eru 5 þroskaheftir einstaklingar, þar af tveir í hjólastól.
Ég fékk þetta allt beint í æð í gær, baðaði annan hjólstælinginn og sturtaði svo annan sem reyndar hatar vatn. Hann hatar það svo mikið að hann þurfti að þurrka sér í 20 mín og svo neyddumst við til að blása á honum hárið (sem er ekki mikið) og inn í eyrun á honum.
Svo var ein þarna með ekkert skammtímaminni... og hún gleymdi meira að segja á einum tímapunkti að ég væri byrjuð að vinna þarna.

Þau voru samt öll meira og minna algjör krútt og ég held að þetta verði bara fínt í sumar.

þriðjudagur, 13. maí 2008

Próflok

Tilraunin um herbergið sem skrapp saman sýnir...
-
-
-
-
...að himinninn er blár og skrifaður með fjórum ennum.

Svona langaði mig að svara einni spurningunni á prófinu sem ég var á áðan... en þar sem að ég hef metnað fyrir hárri einkunn ákvað ég að gera það ekki.
Þótt að himininn sé blár og skrifaður með fjórum ennum, þá kom ekkert fram í þessari tilraun sem sýndi fram á það.
Því miður.

Annars eru prófin búin!
*dans*

mánudagur, 5. maí 2008

Af símum

Ég gerði merkilega uppgötvun í dag.
Ég er búin að fá tvo síma lánaða hjá Önnu Pönnu. Fyrsta núna í haust... en hann andaðist - sársaukalaust í svefni. Líklega bara orðinn gamall greyið.
Svo fékk ég hinn hjá henni núna um daginn... og hann er enn í fullu fjöri.

Það sem er merkilegt við þetta allt er, að saman mynda Anna og Þarfi símamálaráðuneytið. Ég er þá búin að vera að fá lánaða síma hjá símamálaráðuneytinu.
Ef þetta er ekki bara best heppnaðasta símamálaráðuneyti sem um getur þá veit ég ekki hvað!
Góð þjónusta gott fólk!

sunnudagur, 27. apríl 2008

Silla Felgulykill

Ég er klaufi.
Núna opinberlega.

Mér tókst áðan svo snilldarlega að skutla felgulykli í augað á mér.
Ég var að skipta yfir í sumardekkin (þótt fyrr hefði verið) og var að taka boltana af með svo miklum hamagangi að felgulykillinn flaug framan í mig og skall á milli auga og augabrúnar. Ég fékk heljarinnar skurð og það fossblæddi.
Ég dreif mig inn því það er ekki þægilegt að vera með mikið magn af blóði í auganu. Við þrifum augað og ég bólgnaði líka ekki svona lítið upp.
Hinsvegar var Andri nægilega mikill hugsuður til að benda mér á að setja ís á bólguna og hún hjaðnaði mikið og varð ekki eins hræðileg eins og hún leit út fyrir að verða.
Ég er lítið marin - sem betur fer (ætli öllu hafi ekki bara blætt út?)
Hinsvegar er sárið alltaf að rifna upp og ég er sífellt með blóð í auganu. Frekar pirrandi.
Mjög heppin samt að það fór ekki verr. Ég gæti verið eineygð núna.

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Erik Máni

Í dag er barnabarnið mitt, Erik Máni, eins árs!
Fyrsta afmælið er svo sannarlega stór viðburður í lífi hvers barns, þótt fæstum þeirra finnist það at the time.

Hérna er mynd af Erik þegar hann var 11 mánaða... á því miður ekki nýrri.

mánudagur, 21. apríl 2008

Einmanaleiki

Það er stundum erfitt að vera ég.
Það er örugglega erfitt að vera þið líka... en það er erfitt að vera ég út af ástæðu sem ég get ekki talað um. Og það er eiginlega aðal ástæðan fyrir því að þetta er svona erfitt.
Ég get ekki sagt neinum þetta... ekki einni manneskju.
Allir sem ég þekki munu annað hvort verða sárir þegar ég segi þetta, eða þá að ég mun setja þá í afar vandræðalega og óþægilega stöðu.
Þetta allt saman gerir mig stundum alveg afskaplega einmana.

sunnudagur, 20. apríl 2008

Babe of the month!

Jæja það er komið nýtt Babe of the month!
Hún heitir Linda Björk Pálsdóttir og þessi unga stúlka gerði mömmu-2 að ömmu!


Nú er bara að koma þeim Hrafnari saman eh?

fimmtudagur, 17. apríl 2008

Hressleiki

ÉG LIFI!
Já þessi veikindi entust bara einn dag.
Ég er líka búin að fyrirgefa Hrafnari, enda er hann of sætur til að vera vondur við hann... eins og að ropa framan í hann.

Seinasti dagurinn í skólanum var í dag og nú taka bara prófin við. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka því... finnst þessi önn hafa liðið alltof hratt!
Trúi því ekki að það sé kominn miður apríl... Það þýðir að bráðum kemur maí... og þegar maí er byrjaður er ekki langt í miðjan maí.. og þá byrja ég í sumarfríi!
MIKIÐ hlakka ég til!
Ég er reyndar enn í örlitlu panikki yfir því að vera ekki komin með sumarvinnu.
Ég veit ekki hvað ég geri ef ég fæ ekki vinnu... ég gæti alveg eins bara hent mér fyrir bíl. Ég ætla EKKI að vinna í Bónus eða Dominos eða e-ð álíka. Það bara... kemur ekki til greina. Maður er búinn að puða eins og hálfviti í skóla í 17 ár og þá finnst mér ég eiga eitthvað betra skilið! Og hananú!

þriðjudagur, 15. apríl 2008

Veikindi

Einhvertíman... þegar þú síst býst við því... einhvertíman eftir 15-20 ár... þegar þú verður algerlega búinn að gleyma þessu (ef þú ert það ekki þegar)... þá mun ég koma og smita þig af einhverjum djöfulsins óþverra Björgvin Hrafnar Unnarsson!!
Ég skal hnerra framan í þig, hósta á þig, já og jafnvel ropa framan í þig þótt það muni ekki hafa neitt upp úr sér. Ég skal gefa þér skemmdan mat þannig þú ælir úr þér lungunum! Bíddu bara Hrafnar! Ég mun hefna mín!!

fimmtudagur, 10. apríl 2008

Offita.

Fyrir ekki svo löngu var ég að lesa að offitufaraldur herjaði á Ísland.
Mér krossbrá að sjálfsögðu, því ég hafði ekki hugmynd um að fita væri svona bráðsmitandi.
Ég, í kjölfarið, eyddi að sjálfsögðu öllu feitu fólki úr símaskránni minni og af msn.
Ég var enn að hneykslast á því að þessu fólki væri hleypt á fjölfarna staði og var enn að plana leiðir til að sneiða fram hjá því, þegar ég áttaði mig á því að kannski er þetta ekki svo slæmt í ljósi komandi kreppu.
Ef kreppa á að koma á annað borð, þá er ágætt að koma sér upp smá forða fyrst.

Hugsiði ykkur líka hvað við gætum bætt ástandið í fátækari löndum!
Við sendum einfaldlega nokkra vel spikaða kandídata til að spóka sig um þarna í einhverjar vikur, og áður en önd getur snýtt sér ættu hungurmorð að vera úr sögunni!

Tígra leysir alheimsvandann enn á ný.

sunnudagur, 6. apríl 2008

Draumur

Mig dreymdi draum í nótt. Hann var frekar spes... og frekar emotional á köflum.

Það helsta í drauminum var að Erik var lifandi.
Hann var ekki bara lifandi heldur hafði hann lifnað við, eftir að hafa verið dáinn.
Ég hitti hann... vitandi að hann var búinn að vera dáinn í 4 ár... og svo bara féllumst við í faðma og ég knúsaði hann vel og lengi.
Ég fékk aldrei almennilega skýringu á því hvernig hann lifnaði við... en einhvernvegin var það ekki aðal atriðið. Það skipti í raun ekki það miklu máli fyrst hann var kominn aftur.

Í drauminum bjó ég einhverstaðar... hjá einhverju pari... einhverjum sem ég er ekki alveg viss hver voru. Hulda bjó þarna líka, sem og sonur þeirra sem við bjuggum hjá.
Þetta voru ekki mamma og pabbi... ég held að þau hafi verið dáin. Þau voru amk ekki inn í myndinni. Konan fannst mér hafa verið einhver kona sem pabbi hefði verið með, stjúpmóðir mín eða e-ð, en það var samt ekki Ásta núverandi konan hans. Þessi kona bjó núna með einhverjum manni sem var svartur.
Svo var mér tilkynnt að það ætti að henda mér út. Það var ekki lengur pláss fyrir mig. Mér var hent út vegna þess að ég hafði flutt áður út en ekki Hulda, og að þeirra mati átti ég að geta fundið mér stað til að vera á.
Ég varð alveg miður mín, grátbað um að fá að búa þarna fram yfir prófin, og vissi ekkert hvert ég gat farið.
Á endanum ákváðum við Erik að búa saman, leigja held ég eða e-ð.

Annað í drauminum var fuglsungi. Kalkúnn eða kornhæna eða e-ð. Ég var að labba þar sem var heill hellingur af þessu og ég var mikið að passa mig að stíga ekki á þá, þar sem þeir voru hlaupandi út um allt. Ég var svo að labba þarna og með einn fótinn á lofti fyrir aftan mig (í miðju skrefi, að gera mig tilbúna að færa fótinn fram fyrir mig) þegar einn unginn kemur hlaupandi og hleypur á fótinn á mér, eða þ.e. ætlar greinilega að hlaupa undir hann en rekur hausinn í fótinn.
Ég finn bara dynkinn þegar fuglinn hleypur á fótinn, sný mér við og sé ungann liggja á jörðinni. Ég verð auðvitað miður mín og sé að unginn er slasaður... nánast hálsbrotinn held ég - en þó lifandi!
Ég tek hann upp og reyni að finna einhvern sem getur gert e-ð, en þar sem allir telja hann sama sem dauðan, þá tek ég hann með mér og el hann upp sjálf... í raun eins og hvolp bara. Hann varð ótrúlega hændur mér, en ég ól hann upp fyrir norðan í sveitinni. Fyrst var hann of lítill til að vera í hænsnakofanum, því hænurnar gögguðu í hann, en svo þegar hann var orðinn nógu stór (og í raun stærri en hænurnar) þá fékk hann að búa þar í sátt og samlyndi við hænurnar, en ég kom samt á hverjum degi og knúsaðiast aðeins með hann.

Þarna á meðan ég var að ala hænuna upp leið tíminn frekar hratt, en ég hafði greinilega flutt norður í sveitina eftir að hafa verið hent út. Ég bjó amk þar með kalkúninum/kornhænunni.

laugardagur, 5. apríl 2008

Sölumennska.

Ég seldi mynd í gær.
Eða mynd... þetta var eiginlega bara skyssa, en kaupandinn vildi hafa hana svoleiðis.
Vinur minn er nefnilega að fara að gefa út geisladisk og ég teiknaði myndina á coverið á disknum. Þegar diskurinn er kominn út ætla ég að tryggja mér eintak og þá get ég tekið mynd af honum og sýnt ykkur.

Myndina seldi ég á tvo kakóbolla og brauðrist.

föstudagur, 4. apríl 2008

Níð

Er það illa gert að eyða lengri tíma í að semja níðvísur um kærastann sinn?

fimmtudagur, 27. mars 2008

Ég er skyndilega á leiðinni norður í kvöld!
Þar sem Andri er að vinna til 10, þá verðum við á ferðinni í nótt sýnist mér.
Ég hlakka samt ekkert smá til, því það er langt síðan ég fór í heittelskaða Skagafjörðinn minn og ég er komin með heimþrá.
Ég hef venjulega farið alla páska síðan bara... ég man eftir mér, en ég komst ekki þessa.
"Litli" bró að norðan var að senda mér mynd áðan frá afmælinu hans 2006, og af því að ég er að fara norður, og mér finnst þessi mynd æði, (og það er svo gaman að hafa blogg sem getur birt myndir), þá ætla ég að birta hana hér!

Erum við ekki sæt saman?
Höfum merkilegt nokk verið spurð að því hvort við séum tvíburar!

þriðjudagur, 25. mars 2008

Blóðugt

Í dag gaf ég blóð! Heilan helling af því meira að segja.
Ég ætti kannski að taka það fram að þetta var mitt eigið blóð.
Ég er í blóðflokkinum B+, eða B RhD positive eins og þeir segja sem vilja vera töff.
Þess má geta að ég veit að ég er BO vegna þess að ég veit að pabbi er BO og mamma er OO.
Hvernig veit ég það? Jú.. mamma er að sjálfsögðu OO því hún er O, en pabbi er BO vegna þess að bróðir minn er AO og systir mín AB.
Það var því sá möguleiki að við öll systkinin 4 værum í sitt hvorum blóðflokknum, en því miður varð Hulda líka BO. Það hefði verið mjög töff hefði hún verið O.

Að launum fyrir þessa gjafmildi mína gáfu þeir mér blóðdropa.
Svona nælu þ.e. ekki dropa af mínu eigin.

Og muniði nú, það er öllum hollt að gefa blóð!

laugardagur, 22. mars 2008

Om nom nom

Aldrei hefur mér þótt Om nom nom eins viðeigandi og einmitt núna um páskana... Ég er í það minnsta afskaplega mikið "Om nom nom" akkúrat núna.
Ég er annars búin að eiga einstaklega góða páska!
Ég og Andþór höfðum hvorki meira né minna en 3 bíla, 3 íbúðir og 2 sumarbústaði til umráða.
Við nýttum þetta allt nema einn sumarbústaðinn - þar sem hann er í 4 tíma keyrslu-fjarlægð og við höfðum hreinlega ekki tíma til að fara þangað.
Við reyndum hinsvegar að dreifa okkur jafnt á bílana 3 og íbúðirnar 3 og kíktum yfir eina nótt í sumarbústað foreldra hans í Skorradalnum.
Lokin-poki hennar Nornu tók okkur með miklu jafnaðargeði - nema kannski eina nóttina þar sem honum gramdist heldur betur þegar sama hversu mikið hann beit, klóraði og réðst á Andþór - að hann fattaði alls ekki að Herra Loki vildi fá fylgdarlið út.
Það var ekki fyrr en hann (Loki þá) beit mig í tærnar og hrinti símanum mínum á gólfið að ég vaknaði og benti Andþóri á að kisi vildi út.

Annars hefur þetta gengið allt saman eins og í sögu.
Við tókum miðvikudagskvöldið bara rólega - ég eldaði fyrir Andþór og við gláptum á video og drukkum bjór.
Fimmtudaginn brunuðum við upp í bústað og vorum þar eins og áður sagði yfir eina nótt með fjölskyldu Andþórs sem var mjög gaman.
Föstudagskvöldið fórum við í matarboð til Jóakims með Ívari og Hexiu... og svo var heljarinnar fyllerí og wii djamm eftir á - og það var ekkert smá mikið fjör!
Á laugardagskvöldið var Andþór að vinna, en ég fór í partý og varð - enn eina ferðina - ölvuð.
Núna er ég orðin þreytt eftir fjögur fyllerí í röð, og ætla að vera róleg.
Ég þarf líka að sækja Önnu og Þarfa upp á flugvöll í kvöld, þannig að ég hef góða ástæðu til að haga mér skikkanlega. Mér var reyndar boðið í keilu og video gláp, en ég er bæði þreytt og hef varla tíma, þannig ég ætla að sleppa því í þetta sinn.

Ég viðurkenni fúslega að þessi færsla er bara til að koma blogginu aðeins af stað - og ég hef í raun ekkert merkilegt að segja, en þið getið drullast til að lesa þetta samt.

þriðjudagur, 18. mars 2008

Burrfoot

Hmm... Nýtt blogg. Hitt er dautt... og allt ruglið sem á því var.
Það er kannski bara ágætt.
Ég kann samt ekkert á þetta... þannig að þessi fyrsta færsla verður full af einhverju sniðugu.
T.d. feitletruðu rugli, skáletruðu rugli, tilgangslausum linkum
og einhverju sem ég held að séu gæsalappir... eða ekki.


Svo ætla ég að hafa eina mynd:



Mér fannst þessi viðeigandi. Hún var tekin af Nornu á góðri stundu uppi í Ásatrúarfélagi... 2006? Minnir það. Ég og Þór og krummi vorum í góðum fíling.
Enda góðir félagar.
Mikið var ég ljóshærð. Enda haustið eftir að ég kom frá Afríku minnir mig.
Ég þarf greinilega að vera meira úti í sólinni í sumar.