Í dag gaf ég blóð! Heilan helling af því meira að segja.
Ég ætti kannski að taka það fram að þetta var mitt eigið blóð.
Ég er í blóðflokkinum B+, eða B RhD positive eins og þeir segja sem vilja vera töff.
Þess má geta að ég veit að ég er BO vegna þess að ég veit að pabbi er BO og mamma er OO.
Hvernig veit ég það? Jú.. mamma er að sjálfsögðu OO því hún er O, en pabbi er BO vegna þess að bróðir minn er AO og systir mín AB.
Það var því sá möguleiki að við öll systkinin 4 værum í sitt hvorum blóðflokknum, en því miður varð Hulda líka BO. Það hefði verið mjög töff hefði hún verið O.
Að launum fyrir þessa gjafmildi mína gáfu þeir mér blóðdropa.
Svona nælu þ.e. ekki dropa af mínu eigin.
Og muniði nú, það er öllum hollt að gefa blóð!
þriðjudagur, 25. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Minnir mig á að ég hef ekki gefið blóð frekar lengi. Össs ....
P.S. Mun næsta færsla kannski heita Grýta?
Skrifa ummæli