fimmtudagur, 27. mars 2008

Ég er skyndilega á leiðinni norður í kvöld!
Þar sem Andri er að vinna til 10, þá verðum við á ferðinni í nótt sýnist mér.
Ég hlakka samt ekkert smá til, því það er langt síðan ég fór í heittelskaða Skagafjörðinn minn og ég er komin með heimþrá.
Ég hef venjulega farið alla páska síðan bara... ég man eftir mér, en ég komst ekki þessa.
"Litli" bró að norðan var að senda mér mynd áðan frá afmælinu hans 2006, og af því að ég er að fara norður, og mér finnst þessi mynd æði, (og það er svo gaman að hafa blogg sem getur birt myndir), þá ætla ég að birta hana hér!

Erum við ekki sæt saman?
Höfum merkilegt nokk verið spurð að því hvort við séum tvíburar!

þriðjudagur, 25. mars 2008

Blóðugt

Í dag gaf ég blóð! Heilan helling af því meira að segja.
Ég ætti kannski að taka það fram að þetta var mitt eigið blóð.
Ég er í blóðflokkinum B+, eða B RhD positive eins og þeir segja sem vilja vera töff.
Þess má geta að ég veit að ég er BO vegna þess að ég veit að pabbi er BO og mamma er OO.
Hvernig veit ég það? Jú.. mamma er að sjálfsögðu OO því hún er O, en pabbi er BO vegna þess að bróðir minn er AO og systir mín AB.
Það var því sá möguleiki að við öll systkinin 4 værum í sitt hvorum blóðflokknum, en því miður varð Hulda líka BO. Það hefði verið mjög töff hefði hún verið O.

Að launum fyrir þessa gjafmildi mína gáfu þeir mér blóðdropa.
Svona nælu þ.e. ekki dropa af mínu eigin.

Og muniði nú, það er öllum hollt að gefa blóð!

laugardagur, 22. mars 2008

Om nom nom

Aldrei hefur mér þótt Om nom nom eins viðeigandi og einmitt núna um páskana... Ég er í það minnsta afskaplega mikið "Om nom nom" akkúrat núna.
Ég er annars búin að eiga einstaklega góða páska!
Ég og Andþór höfðum hvorki meira né minna en 3 bíla, 3 íbúðir og 2 sumarbústaði til umráða.
Við nýttum þetta allt nema einn sumarbústaðinn - þar sem hann er í 4 tíma keyrslu-fjarlægð og við höfðum hreinlega ekki tíma til að fara þangað.
Við reyndum hinsvegar að dreifa okkur jafnt á bílana 3 og íbúðirnar 3 og kíktum yfir eina nótt í sumarbústað foreldra hans í Skorradalnum.
Lokin-poki hennar Nornu tók okkur með miklu jafnaðargeði - nema kannski eina nóttina þar sem honum gramdist heldur betur þegar sama hversu mikið hann beit, klóraði og réðst á Andþór - að hann fattaði alls ekki að Herra Loki vildi fá fylgdarlið út.
Það var ekki fyrr en hann (Loki þá) beit mig í tærnar og hrinti símanum mínum á gólfið að ég vaknaði og benti Andþóri á að kisi vildi út.

Annars hefur þetta gengið allt saman eins og í sögu.
Við tókum miðvikudagskvöldið bara rólega - ég eldaði fyrir Andþór og við gláptum á video og drukkum bjór.
Fimmtudaginn brunuðum við upp í bústað og vorum þar eins og áður sagði yfir eina nótt með fjölskyldu Andþórs sem var mjög gaman.
Föstudagskvöldið fórum við í matarboð til Jóakims með Ívari og Hexiu... og svo var heljarinnar fyllerí og wii djamm eftir á - og það var ekkert smá mikið fjör!
Á laugardagskvöldið var Andþór að vinna, en ég fór í partý og varð - enn eina ferðina - ölvuð.
Núna er ég orðin þreytt eftir fjögur fyllerí í röð, og ætla að vera róleg.
Ég þarf líka að sækja Önnu og Þarfa upp á flugvöll í kvöld, þannig að ég hef góða ástæðu til að haga mér skikkanlega. Mér var reyndar boðið í keilu og video gláp, en ég er bæði þreytt og hef varla tíma, þannig ég ætla að sleppa því í þetta sinn.

Ég viðurkenni fúslega að þessi færsla er bara til að koma blogginu aðeins af stað - og ég hef í raun ekkert merkilegt að segja, en þið getið drullast til að lesa þetta samt.

þriðjudagur, 18. mars 2008

Burrfoot

Hmm... Nýtt blogg. Hitt er dautt... og allt ruglið sem á því var.
Það er kannski bara ágætt.
Ég kann samt ekkert á þetta... þannig að þessi fyrsta færsla verður full af einhverju sniðugu.
T.d. feitletruðu rugli, skáletruðu rugli, tilgangslausum linkum
og einhverju sem ég held að séu gæsalappir... eða ekki.


Svo ætla ég að hafa eina mynd:



Mér fannst þessi viðeigandi. Hún var tekin af Nornu á góðri stundu uppi í Ásatrúarfélagi... 2006? Minnir það. Ég og Þór og krummi vorum í góðum fíling.
Enda góðir félagar.
Mikið var ég ljóshærð. Enda haustið eftir að ég kom frá Afríku minnir mig.
Ég þarf greinilega að vera meira úti í sólinni í sumar.