Aldrei hefur mér þótt Om nom nom eins viðeigandi og einmitt núna um páskana... Ég er í það minnsta afskaplega mikið "Om nom nom" akkúrat núna.
Ég er annars búin að eiga einstaklega góða páska!
Ég og Andþór höfðum hvorki meira né minna en 3 bíla, 3 íbúðir og 2 sumarbústaði til umráða.
Við nýttum þetta allt nema einn sumarbústaðinn - þar sem hann er í 4 tíma keyrslu-fjarlægð og við höfðum hreinlega ekki tíma til að fara þangað.
Við reyndum hinsvegar að dreifa okkur jafnt á bílana 3 og íbúðirnar 3 og kíktum yfir eina nótt í sumarbústað foreldra hans í Skorradalnum.
Lokin-poki hennar Nornu tók okkur með miklu jafnaðargeði - nema kannski eina nóttina þar sem honum gramdist heldur betur þegar sama hversu mikið hann beit, klóraði og réðst á Andþór - að hann fattaði alls ekki að Herra Loki vildi fá fylgdarlið út.
Það var ekki fyrr en hann (Loki þá) beit mig í tærnar og hrinti símanum mínum á gólfið að ég vaknaði og benti Andþóri á að kisi vildi út.
Annars hefur þetta gengið allt saman eins og í sögu.
Við tókum miðvikudagskvöldið bara rólega - ég eldaði fyrir Andþór og við gláptum á video og drukkum bjór.
Fimmtudaginn brunuðum við upp í bústað og vorum þar eins og áður sagði yfir eina nótt með fjölskyldu Andþórs sem var mjög gaman.
Föstudagskvöldið fórum við í matarboð til Jóakims með Ívari og Hexiu... og svo var heljarinnar fyllerí og wii djamm eftir á - og það var ekkert smá mikið fjör!
Á laugardagskvöldið var Andþór að vinna, en ég fór í partý og varð - enn eina ferðina - ölvuð.
Núna er ég orðin þreytt eftir fjögur fyllerí í röð, og ætla að vera róleg.
Ég þarf líka að sækja Önnu og Þarfa upp á flugvöll í kvöld, þannig að ég hef góða ástæðu til að haga mér skikkanlega. Mér var reyndar boðið í keilu og video gláp, en ég er bæði þreytt og hef varla tíma, þannig ég ætla að sleppa því í þetta sinn.
Ég viðurkenni fúslega að þessi færsla er bara til að koma blogginu aðeins af stað - og ég hef í raun ekkert merkilegt að segja, en þið getið drullast til að lesa þetta samt.
laugardagur, 22. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli