miðvikudagur, 21. maí 2008

Vinnivinn

Í gær var fyrsti dagurinn minn í vinnunni sem stuðningsfulltrúi.
Þetta er bara alls ekki svo slæmt verð ég að segja!
Ég fékk meira að segja knús frá afar þroskaheftum manni og hinn stuðningsfulltrúinn gapti og sagðist aldrei hafa séð þetta áður - þ.e. að hann tæki ástfóstri við einhvern svona sterkt á fyrsta degi. Ég ljómaði alveg upp yfir þessum óvænta en þó afar velkomna ástúðsvotti.

Á sambýlinu sem ég vinn á eru 5 þroskaheftir einstaklingar, þar af tveir í hjólastól.
Ég fékk þetta allt beint í æð í gær, baðaði annan hjólstælinginn og sturtaði svo annan sem reyndar hatar vatn. Hann hatar það svo mikið að hann þurfti að þurrka sér í 20 mín og svo neyddumst við til að blása á honum hárið (sem er ekki mikið) og inn í eyrun á honum.
Svo var ein þarna með ekkert skammtímaminni... og hún gleymdi meira að segja á einum tímapunkti að ég væri byrjuð að vinna þarna.

Þau voru samt öll meira og minna algjör krútt og ég held að þetta verði bara fínt í sumar.

Engin ummæli: