Ég er skyndilega á leiðinni norður í kvöld!
Þar sem Andri er að vinna til 10, þá verðum við á ferðinni í nótt sýnist mér.
Ég hlakka samt ekkert smá til, því það er langt síðan ég fór í heittelskaða Skagafjörðinn minn og ég er komin með heimþrá.
Ég hef venjulega farið alla páska síðan bara... ég man eftir mér, en ég komst ekki þessa.
"Litli" bró að norðan var að senda mér mynd áðan frá afmælinu hans 2006, og af því að ég er að fara norður, og mér finnst þessi mynd æði, (og það er svo gaman að hafa blogg sem getur birt myndir), þá ætla ég að birta hana hér!
Erum við ekki sæt saman?
Höfum merkilegt nokk verið spurð að því hvort við séum tvíburar!
fimmtudagur, 27. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þið eruð alveg eins!!!
Skrifa ummæli