mánudagur, 21. apríl 2008

Einmanaleiki

Það er stundum erfitt að vera ég.
Það er örugglega erfitt að vera þið líka... en það er erfitt að vera ég út af ástæðu sem ég get ekki talað um. Og það er eiginlega aðal ástæðan fyrir því að þetta er svona erfitt.
Ég get ekki sagt neinum þetta... ekki einni manneskju.
Allir sem ég þekki munu annað hvort verða sárir þegar ég segi þetta, eða þá að ég mun setja þá í afar vandræðalega og óþægilega stöðu.
Þetta allt saman gerir mig stundum alveg afskaplega einmana.

4 ummæli:

Zippoman sagði...

Ég kannast svo sem við þetta líka og það er heldur ekkert auðvelt að vera ég.
Farðu vel með þig og knús til þín.

Nafnlaus sagði...

OMG ertu Batman?!!

Nei svona í alvöru, ég hélt einu sinni að ég gæti ekki sagt neinum frá tilteknu atriði varðandi mitt líf en ég veit núna að það var ein af bestu ákvörðunum sm ég hef tekið að að treysta á bestu vinkonu mína og segja henni allt af létta. Fram að því hélt ég að ég gæti dílað við þetta ein en núna sé ég að það er miklu betra að geta leitað til manneskju sem veit hvað ég er að tala um, þótt það sé bara ein manneskja.

Punkturinn er sumsé að maður ætti ekki að ákveða viðbrögð fólks fyrirfram, það er fátt í þessum heimi sem traustir vinir geta ekki tekist á við :)

Annars bara knúúúús á þig, hvernig sem þú ert ;)

Nafnlaus sagði...

Sammála Önnu. Mér finnst þú ættir að láta á það reyna að segja einhverjum hvað er að angra þig.

Nema náttúrlega ef þú ert Batman. Þá verðurðu að eiga það við Robin ;)

Andrea sagði...

Nema að þú sért að tala um þá staðreynd að þér finnist þú betri en allir aðrir... þá borgar sig bara að þegja yfir því :p