Mig dreymdi draum í nótt. Hann var frekar spes... og frekar emotional á köflum.
Það helsta í drauminum var að Erik var lifandi.
Hann var ekki bara lifandi heldur hafði hann lifnað við, eftir að hafa verið dáinn.
Ég hitti hann... vitandi að hann var búinn að vera dáinn í 4 ár... og svo bara féllumst við í faðma og ég knúsaði hann vel og lengi.
Ég fékk aldrei almennilega skýringu á því hvernig hann lifnaði við... en einhvernvegin var það ekki aðal atriðið. Það skipti í raun ekki það miklu máli fyrst hann var kominn aftur.
Í drauminum bjó ég einhverstaðar... hjá einhverju pari... einhverjum sem ég er ekki alveg viss hver voru. Hulda bjó þarna líka, sem og sonur þeirra sem við bjuggum hjá.
Þetta voru ekki mamma og pabbi... ég held að þau hafi verið dáin. Þau voru amk ekki inn í myndinni. Konan fannst mér hafa verið einhver kona sem pabbi hefði verið með, stjúpmóðir mín eða e-ð, en það var samt ekki Ásta núverandi konan hans. Þessi kona bjó núna með einhverjum manni sem var svartur.
Svo var mér tilkynnt að það ætti að henda mér út. Það var ekki lengur pláss fyrir mig. Mér var hent út vegna þess að ég hafði flutt áður út en ekki Hulda, og að þeirra mati átti ég að geta fundið mér stað til að vera á.
Ég varð alveg miður mín, grátbað um að fá að búa þarna fram yfir prófin, og vissi ekkert hvert ég gat farið.
Á endanum ákváðum við Erik að búa saman, leigja held ég eða e-ð.
Annað í drauminum var fuglsungi. Kalkúnn eða kornhæna eða e-ð. Ég var að labba þar sem var heill hellingur af þessu og ég var mikið að passa mig að stíga ekki á þá, þar sem þeir voru hlaupandi út um allt. Ég var svo að labba þarna og með einn fótinn á lofti fyrir aftan mig (í miðju skrefi, að gera mig tilbúna að færa fótinn fram fyrir mig) þegar einn unginn kemur hlaupandi og hleypur á fótinn á mér, eða þ.e. ætlar greinilega að hlaupa undir hann en rekur hausinn í fótinn.
Ég finn bara dynkinn þegar fuglinn hleypur á fótinn, sný mér við og sé ungann liggja á jörðinni. Ég verð auðvitað miður mín og sé að unginn er slasaður... nánast hálsbrotinn held ég - en þó lifandi!
Ég tek hann upp og reyni að finna einhvern sem getur gert e-ð, en þar sem allir telja hann sama sem dauðan, þá tek ég hann með mér og el hann upp sjálf... í raun eins og hvolp bara. Hann varð ótrúlega hændur mér, en ég ól hann upp fyrir norðan í sveitinni. Fyrst var hann of lítill til að vera í hænsnakofanum, því hænurnar gögguðu í hann, en svo þegar hann var orðinn nógu stór (og í raun stærri en hænurnar) þá fékk hann að búa þar í sátt og samlyndi við hænurnar, en ég kom samt á hverjum degi og knúsaðiast aðeins með hann.
Þarna á meðan ég var að ala hænuna upp leið tíminn frekar hratt, en ég hafði greinilega flutt norður í sveitina eftir að hafa verið hent út. Ég bjó amk þar með kalkúninum/kornhænunni.
sunnudagur, 6. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli