fimmtudagur, 29. maí 2008

Myndaferð

Ég og Andri fórum í Húsdýragarðinn í gær að taka myndir!
Við byrjuðum á hreindýrunum og greyið tarfurinn var með skitu.

Ein simlan var síðan búin að eiga kálf sem var algjört krútt!

Við skoðuðum allan garðinn, en það sem mér fannst eiginlega skemmtilegast að taka myndir af voru fiskarnir. Það er komið e-ð nýtt sjávardýrasafn þarna sem var frekar sniðugt.
Ég tók t.d. mynd af steinbíti:

Skötusel:

..og eunhverskonar sæfífli eða hvað þetta heitir:

Síðan hjá fuglunum og nagdýrunum þá reyndi ein kanínan alltaf að sleppa. Hún náði að hoppa upp úr búrinu sínu en mér tókst snilldarlega að stökkva á eftir henni og ná henni.

Mér fannst þessi minnkur frekar töff á litin:

Og rebbarnir eru alltaf krútt:


Síðan eyddum við restinni af deginum í að endurskipuleggja herbergið mitt sem tókst líka svona frábærlega! Það er miklu meira pláss og allt hreinna einhvernvegin. Ég henti líka fullum svörtum ruslapoka af drasli!

miðvikudagur, 21. maí 2008

Vinnivinn

Í gær var fyrsti dagurinn minn í vinnunni sem stuðningsfulltrúi.
Þetta er bara alls ekki svo slæmt verð ég að segja!
Ég fékk meira að segja knús frá afar þroskaheftum manni og hinn stuðningsfulltrúinn gapti og sagðist aldrei hafa séð þetta áður - þ.e. að hann tæki ástfóstri við einhvern svona sterkt á fyrsta degi. Ég ljómaði alveg upp yfir þessum óvænta en þó afar velkomna ástúðsvotti.

Á sambýlinu sem ég vinn á eru 5 þroskaheftir einstaklingar, þar af tveir í hjólastól.
Ég fékk þetta allt beint í æð í gær, baðaði annan hjólstælinginn og sturtaði svo annan sem reyndar hatar vatn. Hann hatar það svo mikið að hann þurfti að þurrka sér í 20 mín og svo neyddumst við til að blása á honum hárið (sem er ekki mikið) og inn í eyrun á honum.
Svo var ein þarna með ekkert skammtímaminni... og hún gleymdi meira að segja á einum tímapunkti að ég væri byrjuð að vinna þarna.

Þau voru samt öll meira og minna algjör krútt og ég held að þetta verði bara fínt í sumar.

þriðjudagur, 13. maí 2008

Próflok

Tilraunin um herbergið sem skrapp saman sýnir...
-
-
-
-
...að himinninn er blár og skrifaður með fjórum ennum.

Svona langaði mig að svara einni spurningunni á prófinu sem ég var á áðan... en þar sem að ég hef metnað fyrir hárri einkunn ákvað ég að gera það ekki.
Þótt að himininn sé blár og skrifaður með fjórum ennum, þá kom ekkert fram í þessari tilraun sem sýndi fram á það.
Því miður.

Annars eru prófin búin!
*dans*

mánudagur, 5. maí 2008

Af símum

Ég gerði merkilega uppgötvun í dag.
Ég er búin að fá tvo síma lánaða hjá Önnu Pönnu. Fyrsta núna í haust... en hann andaðist - sársaukalaust í svefni. Líklega bara orðinn gamall greyið.
Svo fékk ég hinn hjá henni núna um daginn... og hann er enn í fullu fjöri.

Það sem er merkilegt við þetta allt er, að saman mynda Anna og Þarfi símamálaráðuneytið. Ég er þá búin að vera að fá lánaða síma hjá símamálaráðuneytinu.
Ef þetta er ekki bara best heppnaðasta símamálaráðuneyti sem um getur þá veit ég ekki hvað!
Góð þjónusta gott fólk!