fimmtudagur, 29. maí 2008

Myndaferð

Ég og Andri fórum í Húsdýragarðinn í gær að taka myndir!
Við byrjuðum á hreindýrunum og greyið tarfurinn var með skitu.

Ein simlan var síðan búin að eiga kálf sem var algjört krútt!

Við skoðuðum allan garðinn, en það sem mér fannst eiginlega skemmtilegast að taka myndir af voru fiskarnir. Það er komið e-ð nýtt sjávardýrasafn þarna sem var frekar sniðugt.
Ég tók t.d. mynd af steinbíti:

Skötusel:

..og eunhverskonar sæfífli eða hvað þetta heitir:

Síðan hjá fuglunum og nagdýrunum þá reyndi ein kanínan alltaf að sleppa. Hún náði að hoppa upp úr búrinu sínu en mér tókst snilldarlega að stökkva á eftir henni og ná henni.

Mér fannst þessi minnkur frekar töff á litin:

Og rebbarnir eru alltaf krútt:


Síðan eyddum við restinni af deginum í að endurskipuleggja herbergið mitt sem tókst líka svona frábærlega! Það er miklu meira pláss og allt hreinna einhvernvegin. Ég henti líka fullum svörtum ruslapoka af drasli!

Engin ummæli: