miðvikudagur, 18. febrúar 2009

mánudagur, 15. desember 2008

Fiskabúrið mitt - taka eitt.

Jæja. Ég hef enga afsökun lengur, þar sem ég er búin í prófum.
Ég ætla að birta myndir úr fiskabúrinu mínu, og ég ætla að byrja á myndum af aðal krúttinu: Humrinum Vladimir Fuckov.

Hann er mikill prílari og finnst gaman að standa uppi á einhverju háu og sýna sig.

Hann er samt alveg svakalegur bröltari og tekst oft að festa sig í undarlegustu stellingum.

Honum kemur alveg merkilega vel saman við alla fiskana og er hinn mesti ljúflingur. Hann hefur ekki svo við vitum klipið í neinn og leyfir þeim oft að lúlla í kókoshnetunni sinni.
Hann er algjört krútt!

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

fimmtudagur, 6. nóvember 2008

Piparkökuhús

Afhverju eru alltaf gerð piparkökuhús fyrir jólin?
Afhverju ekki súkkulaðibitakökuhús?
Mér finnst þær betri.

mánudagur, 6. október 2008

Kreppuleysi

Nú er nóg komið! Ég er hætt!
Ég segi upp þessari kreppu! Ég tek ekki þátt í þessu lengur.
Ég nenni ekki að leika mér í þessum kreppukassa með hinum frekjudollunum sem gera ekkert annað en að éta sand og skyrpa honum svo í augun á manni.

Þið megið eiga ykkur með ykkar kreppu. Ég sé ekki tilganginn í henni og þessvegna ætla ég bara að sleppa henni.

þriðjudagur, 30. september 2008

Vorið

Andri að stilla myndavélina.