sunnudagur, 27. apríl 2008

Silla Felgulykill

Ég er klaufi.
Núna opinberlega.

Mér tókst áðan svo snilldarlega að skutla felgulykli í augað á mér.
Ég var að skipta yfir í sumardekkin (þótt fyrr hefði verið) og var að taka boltana af með svo miklum hamagangi að felgulykillinn flaug framan í mig og skall á milli auga og augabrúnar. Ég fékk heljarinnar skurð og það fossblæddi.
Ég dreif mig inn því það er ekki þægilegt að vera með mikið magn af blóði í auganu. Við þrifum augað og ég bólgnaði líka ekki svona lítið upp.
Hinsvegar var Andri nægilega mikill hugsuður til að benda mér á að setja ís á bólguna og hún hjaðnaði mikið og varð ekki eins hræðileg eins og hún leit út fyrir að verða.
Ég er lítið marin - sem betur fer (ætli öllu hafi ekki bara blætt út?)
Hinsvegar er sárið alltaf að rifna upp og ég er sífellt með blóð í auganu. Frekar pirrandi.
Mjög heppin samt að það fór ekki verr. Ég gæti verið eineygð núna.

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Erik Máni

Í dag er barnabarnið mitt, Erik Máni, eins árs!
Fyrsta afmælið er svo sannarlega stór viðburður í lífi hvers barns, þótt fæstum þeirra finnist það at the time.

Hérna er mynd af Erik þegar hann var 11 mánaða... á því miður ekki nýrri.

mánudagur, 21. apríl 2008

Einmanaleiki

Það er stundum erfitt að vera ég.
Það er örugglega erfitt að vera þið líka... en það er erfitt að vera ég út af ástæðu sem ég get ekki talað um. Og það er eiginlega aðal ástæðan fyrir því að þetta er svona erfitt.
Ég get ekki sagt neinum þetta... ekki einni manneskju.
Allir sem ég þekki munu annað hvort verða sárir þegar ég segi þetta, eða þá að ég mun setja þá í afar vandræðalega og óþægilega stöðu.
Þetta allt saman gerir mig stundum alveg afskaplega einmana.

sunnudagur, 20. apríl 2008

Babe of the month!

Jæja það er komið nýtt Babe of the month!
Hún heitir Linda Björk Pálsdóttir og þessi unga stúlka gerði mömmu-2 að ömmu!


Nú er bara að koma þeim Hrafnari saman eh?

fimmtudagur, 17. apríl 2008

Hressleiki

ÉG LIFI!
Já þessi veikindi entust bara einn dag.
Ég er líka búin að fyrirgefa Hrafnari, enda er hann of sætur til að vera vondur við hann... eins og að ropa framan í hann.

Seinasti dagurinn í skólanum var í dag og nú taka bara prófin við. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka því... finnst þessi önn hafa liðið alltof hratt!
Trúi því ekki að það sé kominn miður apríl... Það þýðir að bráðum kemur maí... og þegar maí er byrjaður er ekki langt í miðjan maí.. og þá byrja ég í sumarfríi!
MIKIÐ hlakka ég til!
Ég er reyndar enn í örlitlu panikki yfir því að vera ekki komin með sumarvinnu.
Ég veit ekki hvað ég geri ef ég fæ ekki vinnu... ég gæti alveg eins bara hent mér fyrir bíl. Ég ætla EKKI að vinna í Bónus eða Dominos eða e-ð álíka. Það bara... kemur ekki til greina. Maður er búinn að puða eins og hálfviti í skóla í 17 ár og þá finnst mér ég eiga eitthvað betra skilið! Og hananú!

þriðjudagur, 15. apríl 2008

Veikindi

Einhvertíman... þegar þú síst býst við því... einhvertíman eftir 15-20 ár... þegar þú verður algerlega búinn að gleyma þessu (ef þú ert það ekki þegar)... þá mun ég koma og smita þig af einhverjum djöfulsins óþverra Björgvin Hrafnar Unnarsson!!
Ég skal hnerra framan í þig, hósta á þig, já og jafnvel ropa framan í þig þótt það muni ekki hafa neitt upp úr sér. Ég skal gefa þér skemmdan mat þannig þú ælir úr þér lungunum! Bíddu bara Hrafnar! Ég mun hefna mín!!

fimmtudagur, 10. apríl 2008

Offita.

Fyrir ekki svo löngu var ég að lesa að offitufaraldur herjaði á Ísland.
Mér krossbrá að sjálfsögðu, því ég hafði ekki hugmynd um að fita væri svona bráðsmitandi.
Ég, í kjölfarið, eyddi að sjálfsögðu öllu feitu fólki úr símaskránni minni og af msn.
Ég var enn að hneykslast á því að þessu fólki væri hleypt á fjölfarna staði og var enn að plana leiðir til að sneiða fram hjá því, þegar ég áttaði mig á því að kannski er þetta ekki svo slæmt í ljósi komandi kreppu.
Ef kreppa á að koma á annað borð, þá er ágætt að koma sér upp smá forða fyrst.

Hugsiði ykkur líka hvað við gætum bætt ástandið í fátækari löndum!
Við sendum einfaldlega nokkra vel spikaða kandídata til að spóka sig um þarna í einhverjar vikur, og áður en önd getur snýtt sér ættu hungurmorð að vera úr sögunni!

Tígra leysir alheimsvandann enn á ný.

sunnudagur, 6. apríl 2008

Draumur

Mig dreymdi draum í nótt. Hann var frekar spes... og frekar emotional á köflum.

Það helsta í drauminum var að Erik var lifandi.
Hann var ekki bara lifandi heldur hafði hann lifnað við, eftir að hafa verið dáinn.
Ég hitti hann... vitandi að hann var búinn að vera dáinn í 4 ár... og svo bara féllumst við í faðma og ég knúsaði hann vel og lengi.
Ég fékk aldrei almennilega skýringu á því hvernig hann lifnaði við... en einhvernvegin var það ekki aðal atriðið. Það skipti í raun ekki það miklu máli fyrst hann var kominn aftur.

Í drauminum bjó ég einhverstaðar... hjá einhverju pari... einhverjum sem ég er ekki alveg viss hver voru. Hulda bjó þarna líka, sem og sonur þeirra sem við bjuggum hjá.
Þetta voru ekki mamma og pabbi... ég held að þau hafi verið dáin. Þau voru amk ekki inn í myndinni. Konan fannst mér hafa verið einhver kona sem pabbi hefði verið með, stjúpmóðir mín eða e-ð, en það var samt ekki Ásta núverandi konan hans. Þessi kona bjó núna með einhverjum manni sem var svartur.
Svo var mér tilkynnt að það ætti að henda mér út. Það var ekki lengur pláss fyrir mig. Mér var hent út vegna þess að ég hafði flutt áður út en ekki Hulda, og að þeirra mati átti ég að geta fundið mér stað til að vera á.
Ég varð alveg miður mín, grátbað um að fá að búa þarna fram yfir prófin, og vissi ekkert hvert ég gat farið.
Á endanum ákváðum við Erik að búa saman, leigja held ég eða e-ð.

Annað í drauminum var fuglsungi. Kalkúnn eða kornhæna eða e-ð. Ég var að labba þar sem var heill hellingur af þessu og ég var mikið að passa mig að stíga ekki á þá, þar sem þeir voru hlaupandi út um allt. Ég var svo að labba þarna og með einn fótinn á lofti fyrir aftan mig (í miðju skrefi, að gera mig tilbúna að færa fótinn fram fyrir mig) þegar einn unginn kemur hlaupandi og hleypur á fótinn á mér, eða þ.e. ætlar greinilega að hlaupa undir hann en rekur hausinn í fótinn.
Ég finn bara dynkinn þegar fuglinn hleypur á fótinn, sný mér við og sé ungann liggja á jörðinni. Ég verð auðvitað miður mín og sé að unginn er slasaður... nánast hálsbrotinn held ég - en þó lifandi!
Ég tek hann upp og reyni að finna einhvern sem getur gert e-ð, en þar sem allir telja hann sama sem dauðan, þá tek ég hann með mér og el hann upp sjálf... í raun eins og hvolp bara. Hann varð ótrúlega hændur mér, en ég ól hann upp fyrir norðan í sveitinni. Fyrst var hann of lítill til að vera í hænsnakofanum, því hænurnar gögguðu í hann, en svo þegar hann var orðinn nógu stór (og í raun stærri en hænurnar) þá fékk hann að búa þar í sátt og samlyndi við hænurnar, en ég kom samt á hverjum degi og knúsaðiast aðeins með hann.

Þarna á meðan ég var að ala hænuna upp leið tíminn frekar hratt, en ég hafði greinilega flutt norður í sveitina eftir að hafa verið hent út. Ég bjó amk þar með kalkúninum/kornhænunni.

laugardagur, 5. apríl 2008

Sölumennska.

Ég seldi mynd í gær.
Eða mynd... þetta var eiginlega bara skyssa, en kaupandinn vildi hafa hana svoleiðis.
Vinur minn er nefnilega að fara að gefa út geisladisk og ég teiknaði myndina á coverið á disknum. Þegar diskurinn er kominn út ætla ég að tryggja mér eintak og þá get ég tekið mynd af honum og sýnt ykkur.

Myndina seldi ég á tvo kakóbolla og brauðrist.

föstudagur, 4. apríl 2008

Níð

Er það illa gert að eyða lengri tíma í að semja níðvísur um kærastann sinn?