Ég er klaufi.
Núna opinberlega.
Mér tókst áðan svo snilldarlega að skutla felgulykli í augað á mér.
Ég var að skipta yfir í sumardekkin (þótt fyrr hefði verið) og var að taka boltana af með svo miklum hamagangi að felgulykillinn flaug framan í mig og skall á milli auga og augabrúnar. Ég fékk heljarinnar skurð og það fossblæddi.
Ég dreif mig inn því það er ekki þægilegt að vera með mikið magn af blóði í auganu. Við þrifum augað og ég bólgnaði líka ekki svona lítið upp.
Hinsvegar var Andri nægilega mikill hugsuður til að benda mér á að setja ís á bólguna og hún hjaðnaði mikið og varð ekki eins hræðileg eins og hún leit út fyrir að verða.
Ég er lítið marin - sem betur fer (ætli öllu hafi ekki bara blætt út?)
Hinsvegar er sárið alltaf að rifna upp og ég er sífellt með blóð í auganu. Frekar pirrandi.
Mjög heppin samt að það fór ekki verr. Ég gæti verið eineygð núna.
sunnudagur, 27. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Áts. :/
Láttu þér batna sem fyrst ...
Láttu þér batna dúlla!
Svo mæli ég með heilsársdekkjum, það fækkar eitthvað skiptunum sem maður þarf að handleika felgulykil. Nú eða bara bera sig illa og fá einhvern annan til að "bjóðast til" að gera þetta fyrir þig :D
Skrifa ummæli