ÉG LIFI!
Já þessi veikindi entust bara einn dag.
Ég er líka búin að fyrirgefa Hrafnari, enda er hann of sætur til að vera vondur við hann... eins og að ropa framan í hann.
Seinasti dagurinn í skólanum var í dag og nú taka bara prófin við. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka því... finnst þessi önn hafa liðið alltof hratt!
Trúi því ekki að það sé kominn miður apríl... Það þýðir að bráðum kemur maí... og þegar maí er byrjaður er ekki langt í miðjan maí.. og þá byrja ég í sumarfríi!
MIKIÐ hlakka ég til!
Ég er reyndar enn í örlitlu panikki yfir því að vera ekki komin með sumarvinnu.
Ég veit ekki hvað ég geri ef ég fæ ekki vinnu... ég gæti alveg eins bara hent mér fyrir bíl. Ég ætla EKKI að vinna í Bónus eða Dominos eða e-ð álíka. Það bara... kemur ekki til greina. Maður er búinn að puða eins og hálfviti í skóla í 17 ár og þá finnst mér ég eiga eitthvað betra skilið! Og hananú!
fimmtudagur, 17. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Segi það nú ... og 17 er meira að segja prímtala.
Skrifa ummæli