Ég gerði merkilega uppgötvun í dag.
Ég er búin að fá tvo síma lánaða hjá Önnu Pönnu. Fyrsta núna í haust... en hann andaðist - sársaukalaust í svefni. Líklega bara orðinn gamall greyið.
Svo fékk ég hinn hjá henni núna um daginn... og hann er enn í fullu fjöri.
Það sem er merkilegt við þetta allt er, að saman mynda Anna og Þarfi símamálaráðuneytið. Ég er þá búin að vera að fá lánaða síma hjá símamálaráðuneytinu.
Ef þetta er ekki bara best heppnaðasta símamálaráðuneyti sem um getur þá veit ég ekki hvað!
Góð þjónusta gott fólk!
mánudagur, 5. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Öss, þetta er sko bara af því að þú ert í 'klíkunni,' venjulegur biðtími eftir símtækjum hjá ráðuneytinu er sirka 3 og hálft ár, lengur ef það vantar eitthvað í eyðublaðabunkann!
Skrifa ummæli