Í kvöld var ég á tribute tónleikum til heiðurs Nick Drake.
Ég sá Ástralíu í bjórglasinu mínu.
miðvikudagur, 25. júní 2008
mánudagur, 23. júní 2008
Ræræræ
Nú hef ég svolítið velt einu fyrir mér.
Það er alkunna að morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins. Það er mun hollara að borða morgunmat heldur en að sleppa því, og það skiptir miklu máli hvað það er sem á heiðurinn að því að vera morgunmatur.
Ég hinsvegar er þannig gerð að ef ég borða eitthvað á morgnanna þegar ég vakna, þá verður mér svakalega illt í maganum. Þetta á þó sérstaklega við ef ég fæ mér morgunkorn með mjólk, jógúrt eða þesslags - þá verður mér hálf óglatt út hálfan daginn, eða til svona 2-4 á daginn.
Ég veit ekki hvað líkami minn er að reyna að segja mér, en ég er nokkuð viss um að það er ekki það að morgunmatur sé mikilvægasta máltíð dagsins.
Stundum sleppur að borða epli, en oft næ ég ekki að klára það ef ég finn að magaverkur er á leiðinni.
Hinsvegar ef ég vakna t.d. um 8 leitið, þá er ég tilbúin að fara að borða um hálf 10 - 10 leitið... er þá gjarnan orðin mjög svöng og þá skiptir engu hvað það er sem ég læt ofan í mig.
Þótt að allir næringarfræðingar segi að maður verði að borða morgunmat - það sé hollast, getur þá verið að það sé kannski ekki jafn hollt fyrir alla? Erum við kannski eitthvað ólík hvað þetta varðar?
Bara smá hugleiðing.
Það er alkunna að morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins. Það er mun hollara að borða morgunmat heldur en að sleppa því, og það skiptir miklu máli hvað það er sem á heiðurinn að því að vera morgunmatur.
Ég hinsvegar er þannig gerð að ef ég borða eitthvað á morgnanna þegar ég vakna, þá verður mér svakalega illt í maganum. Þetta á þó sérstaklega við ef ég fæ mér morgunkorn með mjólk, jógúrt eða þesslags - þá verður mér hálf óglatt út hálfan daginn, eða til svona 2-4 á daginn.
Ég veit ekki hvað líkami minn er að reyna að segja mér, en ég er nokkuð viss um að það er ekki það að morgunmatur sé mikilvægasta máltíð dagsins.
Stundum sleppur að borða epli, en oft næ ég ekki að klára það ef ég finn að magaverkur er á leiðinni.
Hinsvegar ef ég vakna t.d. um 8 leitið, þá er ég tilbúin að fara að borða um hálf 10 - 10 leitið... er þá gjarnan orðin mjög svöng og þá skiptir engu hvað það er sem ég læt ofan í mig.
Þótt að allir næringarfræðingar segi að maður verði að borða morgunmat - það sé hollast, getur þá verið að það sé kannski ekki jafn hollt fyrir alla? Erum við kannski eitthvað ólík hvað þetta varðar?
Bara smá hugleiðing.
"En hvert er þitt uppáhalds?" spurði ég og átti þá við um fíkniefni.
"E-pillur" var svarið.
"Er það út af því að þótt það sé eins og að vera skorinn í tvennt með ryðguðu loki af niðursuðudós, þá ertu hamingjusöm... og ert handviss um að þú munt vera það alltaf... alltaf..."
Hún leit ekki einu sinni upp.
"Já."
"E-pillur" var svarið.
"Er það út af því að þótt það sé eins og að vera skorinn í tvennt með ryðguðu loki af niðursuðudós, þá ertu hamingjusöm... og ert handviss um að þú munt vera það alltaf... alltaf..."
Hún leit ekki einu sinni upp.
"Já."
(Úr skáldsögu sem skrifuð var í draumi síðastliðna nótt)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)