mánudagur, 6. október 2008

Kreppuleysi

Nú er nóg komið! Ég er hætt!
Ég segi upp þessari kreppu! Ég tek ekki þátt í þessu lengur.
Ég nenni ekki að leika mér í þessum kreppukassa með hinum frekjudollunum sem gera ekkert annað en að éta sand og skyrpa honum svo í augun á manni.

Þið megið eiga ykkur með ykkar kreppu. Ég sé ekki tilganginn í henni og þessvegna ætla ég bara að sleppa henni.

2 ummæli:

Þarfagreinir sagði...

Félagsskítur!

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að vera félagsskítur með Tigru. Ég er svona anti-kreppisti.