mánudagur, 15. desember 2008

Fiskabúrið mitt - taka eitt.

Jæja. Ég hef enga afsökun lengur, þar sem ég er búin í prófum.
Ég ætla að birta myndir úr fiskabúrinu mínu, og ég ætla að byrja á myndum af aðal krúttinu: Humrinum Vladimir Fuckov.

Hann er mikill prílari og finnst gaman að standa uppi á einhverju háu og sýna sig.

Hann er samt alveg svakalegur bröltari og tekst oft að festa sig í undarlegustu stellingum.

Honum kemur alveg merkilega vel saman við alla fiskana og er hinn mesti ljúflingur. Hann hefur ekki svo við vitum klipið í neinn og leyfir þeim oft að lúlla í kókoshnetunni sinni.
Hann er algjört krútt!

3 ummæli:

  1. Ohw... Sætur humar. :D Virðist ekki vera mjög stór, hvað verður hann stór annars?

    SvaraEyða
  2. Hann er svona 11 cm.
    Er ekki alveg viss hve stór hann verður.

    SvaraEyða
  3. Hann er megakrútt! :D Enda er hann nafni aðalkrúttsins. ;)

    SvaraEyða